Sunday, February 5, 2012

Súpugrunnur

Þegar ég er sérlega vel upplögð og er að hitta á'ða í mataræiðnu er súpa afar kærkomin máltíð. Ég bý gjarnan til einn súpuskammt í viku sem ég svo leik mér með. Súpan geymist vel í kæli og hægt er að breyta henni dag frá degi ef maður vill. Ég er ekki endilega að telja hitaeiningar heldur þarf hún að vera seðjandi og duga vel sem heilmáltíð - duga fram að næsta degi ef hún er snædd að kvöldi dags.

Grunnur að súpunni er vatn. Í vatnið er hægt að setja allt það grænmeti sem hverjum og einum þykir best - ég nota ekki tómata nema paste því ég er með ofnæmi fyrir þeim - en tómatar eru frábærir í súpur.




Gulrætur
Rófur
Sætar kartöflur
Laukur

má setja maukaða tómata ef fólk vill rauða súpu
Einnig er gott að setja

fínt saxað hvítkál
Sellerí
Púrrulauk - græni hlutinn finnst mér ljúffengur
Brokkolí
Hvítkál

Þetta má setja allt eða sumt - allt eftir því hvað er til.

Soðið er síðan smakkað til og kryddað eftir smekk.

Viðbót

Tomat paste eða
grænt eða rautt tapenaði
pasta
gulur maí í tæra súpu - og þá með eggjapasta og kjúklingakrafti auk smá kjúklingakjöts- gott er að setja smátt saxað kínakál í lokin - þá ertu komin með svolítið kínverska súpu.

Dagur 2
Súpan sett í blandara og maukuð -  þá verður hún þykk og matarmikil (ef ekki hefur verið sett í hana kjöt þó auðvitað megi alveg mauka það líka ;))

Súpan smökkuð til - sett meira krydd eða ef súpan hefur verið tær daginn áður mað setja tómatamauk út í hana og þykkja.

Gott er að sáldra smá smurosti yfir súpudiskinn (t.d. 6%, eða góðum rifnum osti ofan á hana, með sýrðum rjóma. Jafnvel smá snakk ef þið viljið live dangerously ;)


Dagur 3 eða 4

Súpan hituð og sett út í hana steikt fitulítið kjöt - eða skinka - nú eða hvað eina sem fólk á til. Sumum finnst gott að setja smá pylsur eða kjötbúðing allt eftir því hvað efnahagurinn og smekkurinn leyfir. Ef súpan er rauð er gott að setja steikt hakk út í.

Súpuna er hægt að geyma lengi - og hún verður bara betri eftir því sem hún er eldri :)

Ég set mjög mikið grænmeti í súpuna þannig að þetta er næstum eins og grænmetispottréttur.

Súpan með matarmiklu brúnu brauði er fyllilega ein máltið sem endist manni vel.


Friday, January 27, 2012

Kjúklingasúpa frá Reykjalundi

1,5 lítri vatn
2 tsk grænmetiskraftur (kraftur frá Vogel er án allra aukaefni og þykir góður)
1 flaksa af Chilisósu (kíkja á innihaldslýsingu á flöskunni og bera mismunandi tegundir saman útfrá t.d. hitaeiningum)
1 askja af rjómaosti 9 eða 11%
1 stór eða 2 litlar rauðar paprikur (skorin í litla bita)
1 púrrulaukur
5 skorin hvítlauksrif
1 tsk karrý

Allt sett saman í pott og soðið.

4 kjúklingabringur (skornar í fína munnbita og steiktar á pönnu með örlítilli olíu (kókos)
Eggjanúðlur (soðnar í 3 - 4 mínútur, soðvatni helltaf af og þeim velt upp úr köldu vatni).
Kjúklingnum og eggjanúðlunum bætt út í, í lokin.

Smakkað til með örlitlu Maldon sjávarsalti og svörtum pipar. Mjög gott er að bera fram með brauði. Grunninn má líka nota fyrir sjávarrétti eins og þorsk, hörpuskel, rækjur eða annan fisk.

Mjög fljótlegt BRAUÐ

5 dl speltmjög eða hveiti með 1 msk af hveitiklíð útí (er víst mun hollara en spelt nokkurn tímann)
1dl rúsínur/döðlur/hörfræ/möndlur eða því sem þú átt í skápnum (já eða bara allt þetta blandað saman og mulið eða skorið.
0,5 dl haframjöl
0,5 l ab mjólk

Smá maldon sjávarsalt malað útá.

Bakað í 40 gráður við 175°c ef degið er mótað í hleif en annars í 20 mínútur ef bollur eru bakaðar.

Kjúklingasúpa fyrir sálina

Kjúklingasúpa fyrir sálina

Súpa af bleikt.is

Ungversk gúllassúpa

Úr bókinni Af bestu lyst - 1

700 gr nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1,5 msk paprikuduft
1,5 l vatn
2 msk kjötkraftur eða 2 teningar
1 tsk kúmenfræ
1 - 2 tsk meiran
700 gr kartöflur (8 meðalstórar)
2 - 3 gulrætur
2 paprikur
4 - 5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir (400 gr)




1. Saxið lauka og pressið hvítlauksrif. Steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk

2. Stráið paprikuduftinu yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt kjötkrafti, kúmen og meirani. Látið sjóða við vægan hita í 40  mín.

3. Flysjið kartöflurnar. Skerið grænmetið í litla bita, bætið þessu út í og látið sjóða í 30 mínútur.

4. Kryddið ef með þarf.

Í hverjum skammti eru 342 hitaeiningar, 2 g mettuð fita og 8 g ómettuð fita.

Uppskriftin er fyrir sex.
Undirbúningur 20 mínútur
Suðutími 70 mínútur.

Ég hef sett alls konar grænmeti út í þessa súpu sem mér finnst gott - og það gerir hana bara betri.

Aðrar uppskriftir að gúllassúpum

Frá Kennó

Frá Heimaveislu.is