Friday, January 27, 2012

Ungversk gúllassúpa

Úr bókinni Af bestu lyst - 1

700 gr nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1,5 msk paprikuduft
1,5 l vatn
2 msk kjötkraftur eða 2 teningar
1 tsk kúmenfræ
1 - 2 tsk meiran
700 gr kartöflur (8 meðalstórar)
2 - 3 gulrætur
2 paprikur
4 - 5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir (400 gr)




1. Saxið lauka og pressið hvítlauksrif. Steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk

2. Stráið paprikuduftinu yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt kjötkrafti, kúmen og meirani. Látið sjóða við vægan hita í 40  mín.

3. Flysjið kartöflurnar. Skerið grænmetið í litla bita, bætið þessu út í og látið sjóða í 30 mínútur.

4. Kryddið ef með þarf.

Í hverjum skammti eru 342 hitaeiningar, 2 g mettuð fita og 8 g ómettuð fita.

Uppskriftin er fyrir sex.
Undirbúningur 20 mínútur
Suðutími 70 mínútur.

Ég hef sett alls konar grænmeti út í þessa súpu sem mér finnst gott - og það gerir hana bara betri.

Aðrar uppskriftir að gúllassúpum

Frá Kennó

Frá Heimaveislu.is


No comments:

Post a Comment