1 flaksa af Chilisósu (kíkja á innihaldslýsingu á flöskunni og bera mismunandi tegundir saman útfrá t.d. hitaeiningum)
1 askja af rjómaosti 9 eða 11%
1 stór eða 2 litlar rauðar paprikur (skorin í litla bita)
1 púrrulaukur
5 skorin hvítlauksrif
1 tsk karrý
Allt sett saman í pott og soðið.
4 kjúklingabringur (skornar í fína munnbita og steiktar á pönnu með örlítilli olíu (kókos)
Eggjanúðlur (soðnar í 3 - 4 mínútur, soðvatni helltaf af og þeim velt upp úr köldu vatni).
Kjúklingnum og eggjanúðlunum bætt út í, í lokin.
Smakkað til með örlitlu Maldon sjávarsalti og svörtum pipar. Mjög gott er að bera fram með brauði. Grunninn má líka nota fyrir sjávarrétti eins og þorsk, hörpuskel, rækjur eða annan fisk.
Mjög fljótlegt BRAUÐ
5 dl speltmjög eða hveiti með 1 msk af hveitiklíð útí (er víst mun hollara en spelt nokkurn tímann)
1dl rúsínur/döðlur/hörfræ/möndlur eða því sem þú átt í skápnum (já eða bara allt þetta blandað saman og mulið eða skorið.
0,5 dl haframjöl
0,5 l ab mjólk
Smá maldon sjávarsalt malað útá.
Bakað í 40 gráður við 175°c ef degið er mótað í hleif en annars í 20 mínútur ef bollur eru bakaðar.